Áreitti starfsfólk með ógnandi háttarlagi

mbl.is/Hjörtur

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan 16:00 í dag um karlmann sem var að áreita starfsfólk verslunar í miðbæ Reykjavíkur með ógnandi háttarlagi og framkomu. Var hann í framhaldinu handtekinn og færður í fangaklefa en hann var í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Skömmu áður hafði lögreglan haft afskipti af karlmanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis í Kópavogi en hann hafði stuttu áður orðið valdur að umferðaróhappi og reynt að yfirgefa vettvang fótgangandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð i blóðsýna- og skýrslutöku og síðan vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert