Hreyfivika UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ.
Hreyfivika UMFÍ.

 Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) heldur Hreyfiviku í sjöunda sinn dagana 28. maí – 3. júní.

„Hreyfivika UMFÍ er samevrópskt lýðheilsuverkefni sem hefur það að markmiði að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hjálpa þeim sem vilja hreyfa sig en gera það ekki að finna sína uppáhalds hreyfingu stunda hana í 30 mínútur a.m.k. á dag,“ segir í fréttatilkynningu.

Hreyfivikan fer fram í fjölmörgum Evrópulöndum á sama tíma undir nafninu Now We Move. UMFÍ hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 2012 og stendur það til ársins 2020.
Ungmennafélgið Afturelding í Mosfellsbæ tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar þjófstarta Hreyfivikunni og efnir til Gúrkuhlaups í dag, sunnudaginn 27. maí.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert