Selkópur fékk lögregluaðstoð

Selkópur þurfti aðstoð lögreglunnar á Norðurlandi eystra í morgun. Mynd …
Selkópur þurfti aðstoð lögreglunnar á Norðurlandi eystra í morgun. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Athugull vegfarandi á Akureyri benti lögreglu á selkóp, sem virtist í vanda staddur í fjörunni við Drottningarbraut í morgun. Lögreglumenn fóru á staðinn og leystu kópinn úr prísundinni, en hann var skorðaður á milli tveggja steina.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem birti myndband af björgun selkópsins. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Að sögn þess sem ritar færslu lögreglunnar virtist ekkert ama að kópnum er honum var sleppt að nýju út í Pollinn, heldur hafi hann synt sperrtur af stað.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert