Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

Einkareknir fjölmiðlar njóta ekki opinberra styrkja hér á landi.
Einkareknir fjölmiðlar njóta ekki opinberra styrkja hér á landi.

Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.

ESA samþykkti á dögunum nýjar reglur í Noregi þar sem gert er ráð fyrir því að norska ríkið styrki fjölmiðla fjárhagslega. Að fengnu samþykki ESA er ekki um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða.

Norsk yfirvöld hafa löngum stutt einkarekna fjölmiðla landsins og er ríkissjónvarp Norðmanna, NRK, ekki á auglýsingamarkaði. Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi er um margt óhentugra fyrir einkarekna fjölmiðla en hjá grönnum okkar í Noregi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fá ríki styðji eins lítið við sína einkareknu fjölmiðla og Ísland. Hún boðar þó úrbætur í þeim efnum, fjölmiðlasjóð, nýsköpunarstyrki til fjölmiðla o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert