Skjálftinn bætir upplifunina

Baðgestir misstu af skjálftanum, en ekki aðrir á svæðinu.
Baðgestir misstu af skjálftanum, en ekki aðrir á svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. 

Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, segir að reglulega finnist skjálftar í Lóninu. Gestirnir sem voru staddir í sjálfu lóninu hafi ekkert fundið, en skjálftinn fór ekki fram hjá þeim sem voru á svæðinu. Hann segir gesti hafa tekið þessu vel. „Þeim fannst þetta flestum bara áhugavert og spennandi viðbót við þá upplifun að vera staddir í Bláa lóninu.“

Tilkynning um skjálftann var send út á vef Veðurstofunnar en að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur náttúruvársérfræðings er það alltaf gert þegar þegar stofnuninni berst tilkynning. „Það er í samræmi við verklagsreglur. Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“

Skjálftinn varð klukkan 10:24 í dag um fjóra kílómetra norðvestan af Grindavík, en nær Bláa lóninu og var styrkur hans um þrír. Sigþrúður segir engin sérstök merki um að fleiri skjálftar séu í vændum en það sé aldrei hægt að segja til um það. Jörðin skelfi af og til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert