Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Veðurspá klukkan sex í fyrramálið, 19. júní.
Veðurspá klukkan sex í fyrramálið, 19. júní.

Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að einkum verði hvasst við Hamarsfjörð og að ekki sé ráðlegt að ferðast þar með aftanívagna eða á farartækjum sem taka á sig mikinn vind.

Seint í nótt og í fyrramálið dregur svo úr vindi og á morgun má gera ráð fyrir norðvestlægri átt, 5-10 metrum á sekúndu vestan til, en 10-15 metrum á sekúndu austan til. Rigning eða súld norðan- og austanlands, en stöku skúrir vestanlands.

Þá dregur úr vindi og úrkomu fyrir austan með morgninum, rigning með köflum um landið sunnanvert, en styttir upp fyrir norðan.

Hiti verður á bilinu 5-14 stig, hlýjast suðaustanlands.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert