Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiðir umræður um frjáls viðskipti og …
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiðir umræður um frjáls viðskipti og samskipti við Bandaríkin. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna (Pólland, Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland) í Stokkhólmi í dag. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Ráðherrann lagði sérstaka áherslu á frjálsra viðskipta og fyrirsjáanlegra leikreglna í alþjóðaviðskiptum. Þá sagði hann einnig að á tímum óvissu og áskorana í alþjóðamálum væru samskiptin við Bandaríkin mikilvægari en áður.

Á fundinum var einnig til umræðu staða mála gagnvart Rússlandi, öryggis- og varnarmál, flóttamannavandinn í Evrópu og Brexit. Guðlaugur mælti sérstaklega fyrir því að ekki skyldi grípa til viðskiptahindrana þegar ríki segja sig úr Evrópusambandinu.

„Þessi vettvangur tólf Evrópuríkja er mjög áhugaverður, meðal annars fyrir þær sakir að þarna koma fram ólík sjónarmið í einstaka málaflokkum. Það er gagnlegt að eiga slík samtöl sem endurspegla þá gerjun og þróun sem á sér stað í Evrópu,“ segir utanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert