Sólin dvalið norðaustan til

Veðrið hefur hvergi verið eins undanfarið.
Veðrið hefur hvergi verið eins undanfarið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi.

Veðrið hafi verið tvískipt á landinu frá sumarbyrjun, en mikil hlýindi hafi verið norðaustan- og austanlands, en svalara suðvestan til, en frá því segir á bloggsíðu Trausta Jónssonar, veðurfræðings og áhugamanns um veður.

Úrkoma í Reykjavík hafi verið óvenjumikil, en leita þurfi aftur til mælinga ársins 1896 til að finna sambærilegt magn, sem er þó minna. Sólskinsstundir hafi verið fáar á Suðvestur- og Vesturlandi. Óvenjuþurrt hafi verið á Vestfjörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert