Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða.

Tillögurnar, sem Sósíalistaflokkurinn leggur fyrir borgarstjórn í dag, ganga út á það að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að stofnað verði félag strætófarþega, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum og félag skjólstæðinga velferðarsviðs.

„Við teljum að þessir hópar búi við mikið valdaleysi og með því að Reykjavíkurborg stuðli að stofnun félags  þá geta þessir einstaklingar komið sér saman og heyjað sína hagsmunabaráttu,“  segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í samtali við mbl.is.

Hún vísar til þess að flokkurinn hafi verið rætt ítrekað um að „færi valdið til fólksins.“

Ekki er ljóst hvort stuðningur fæst fyrir tillögunum í borgarstjórn að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert