Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

Eldur kviknaði í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust …
Eldur kviknaði í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. 

Mikinn svartan reyk lagði frá gámunum. „Þetta leit illa út í upphafi þannig [að] við sendum út tvær stöðvar til að byrja með,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Eldurinn reyndist hins vegar minni háttar og sáu slökkviliðsmenn frá einni stöð að lokum um slökkvistarf sem gekk greiðlega og var lokið rétt fyrir miðnætti. Sigurbjörn telur að alls hafi um fjórir til sex gámar brunnið og að reykurinn hafi stafað af plasti sem var í gámunum. 

Engir bílar voru í skýlinu þegar eldurinn kom upp og byggingar í nágrenninu voru ekki taldar í hættu. 


 

Mikinn svartan reyk lagði frá gámunum í fyrstu.
Mikinn svartan reyk lagði frá gámunum í fyrstu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert