Brúða gengur fram af stjórnanda sínum

Carla Rhodes og Cecil brúða hennar sem stundum þarf að …
Carla Rhodes og Cecil brúða hennar sem stundum þarf að hemja.

„Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett, en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna.

Þetta er allt mjög heimilislegt, Carla Rhodes er vinkona mín og hana hefur lengi langað til að komast til Íslands. Svo við slógum til og hún mun gista á sófanum hjá mér,“ segir Margrét Erla Maack um upphaf þess að bandaríski búktalarinn Carla Rhodes er á leið til landsins, en hún er einn vinsælasti búktalari New York-borgar um þessar mundir.

„Hún kemur til Íslands á vegum okkar í Reykjavík Kabarett og mun koma fram á tveimur sýningum með okkur og einnig halda búktalsnámskeið. Hún er fáránlega góður búktalari og komst til dæmis í úrslit á Andy Kaufman grínverðlaununum árið 2012. Carla byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar hún var aðeins 9 ára, og fór svo og lærði búktal markvisst þegar hún var unglingur. Hún lærði þá af gömlum búktalsstjörnum og náði fyrir vikið í skottið á stórstjörnum í bransanum sem voru við það að hverfa úr þessum heimi, vegna aldurs.“

Sjá samtal við Erlu Maack um þetta mál í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert