Landsréttur staðfesti kröfu um gjaldþrot Kára

Krafan um gjaldþrot er í tengslum við mál vegna tónleika …
Krafan um gjaldþrot er í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí síðastliðinn um að fallast á kröfu tónlistarhússins Hörpu að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigurrósar í Hörpu í vetur. Þá er Kára gert að greiða Hörpu 248 þúsund krónur í kærumálskostnað.

Sig­ur Rós og Harpa riftu samn­ing­um við fé­lagið við fé­lagið KS Producti­ons sem er í eigu Kára Sturlu­son­ar um tón­leika­hald hljóm­sveit­ar­inn­ar í Hörpu seint á síðasta ári. Farið var fram á kyrr­setn­ingu á eign­um Kára og hon­um stefnt til greiðslu á 35 milj­ón­um króna.

Greint var frá því í sept­em­ber á síðasta ári að tón­leika­hald­ari sem hefði unnið náið með Sig­ur Rós um ára­bil hefði fengið 35 millj­óna króna fyr­ir­fram­greiðslu af miðasölu tón­leik­anna hjá Hörpu.

Eft­ir það riftu Sig­ur Rós og Harpa samn­ing­um við KS Producti­ons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert