Allir landsmenn njóti afrakstursins

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á stefnumótunarfundi ráðuneytisins í …
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á stefnumótunarfundi ráðuneytisins í dag. Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands

Tæknileg umbreyting íslensks samfélags er hafin og er nú sameiginleg stefna fyrir fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands í undirbúningsferli í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hélt erindi á stefnumótunarfundi ráðuneytisins í dag.

„Með metnaði, skýrri stefnu og skipulegri eftirfylgni geta Íslendingar tryggt farsæla tæknilega umbreytingu samfélagsins á þann hátt  landsmenn allir njóti afrakstursins,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu á fundinum, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Í ávarpi ráðherra kom m.a. fram að nú í upphafi kjörtímabilsins séu stefnumótunarverkefni í forgangi og í lok ársins muni liggja fyrir nýjar stefnur í öllum helstu málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. Ráðherra greindi frá því að í sumar yrði lögð fram til umsagnar, í samráðsgátt ráðuneytanna, drög að svokallaðri grænbók um fjarskipti, netöryggi, póstmál og málefni Þjóðskrár Íslands. Í henni verða drög að stöðumati, framtíðarsýn og helstu áherslum á viðkomandi sviðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert