50 milljóna göngubryggja

Göngubryggjan skapar tækifæri til að fylgjast betur með villtu fuglalífi …
Göngubryggjan skapar tækifæri til að fylgjast betur með villtu fuglalífi og friðlandi. mbl.is/Valgarður Gíslason

Ný göngubryggja er í byggingu við Hústjörn Norræna hússins og verður hún vígð síðar í sumar.

„Þarna verður betur hægt að fylgjast með fuglalífinu og það ætti jafnvel að draga fólk úr miðbænum hingað til að njóta friðlandsins,“ segir Kolbrún Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins.

Nýja göngubryggjan mun hafa tengingar við göngustíga borgarinnar og Norræna hússins ásamt því að undirstrika sérstöðu friðlands í Vatnsmýrinni. Mannvit sér um framkvæmdirnar og munu þær kosta 50 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert