Lægðagangur næstu daga

Vætu- og vindasamt verður næstu dagana.
Vætu- og vindasamt verður næstu dagana. mbl.is/Styrmir Kári

Víða um land skein sólin samfellt í margar klukkustundir á miðvikudag, en alls óvíst er hvenær landsmenn geta næst átt von á slíkum glaðningi. Útlit er fyrir að lægðir gangi hver af annarri yfir landið á næstunni.

Spurð í Morgunblaðinu í dag hvort lægðagangi fari ekki að linna með breytingum á veðri sunnan- og vestanlands segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofunni, að ekki sé útlit fyrir breytingar næstu viku til tíu daga.

Hún tekur þó fram að safnspár séu ekki allar sammála um fjölda lægða, en safnspár eru langtímaspár með ýmsum möguleikum þar sem reynt er að greina óvissu í spánum. „Stóra myndin er sú sama; það eru viðvarandi suðvestanáttir og lægðabraut hér yfir landið. Lengra fram í tímann eru merki um breytingar, en ekki mjög áreiðanlegar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert