Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Rússnesk börn sömdu sínar eigin smásögur undir handleiðslu Ævars á …
Rússnesk börn sömdu sínar eigin smásögur undir handleiðslu Ævars á bókanámskeiði hans í Moskvu í síðastliðinni viku. Ljósmynd/Ævar Örn Benediktsson

Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu.

Ævar fór til Moskvu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, þar sem ætlunin var að nýta sér þann meðbyr og áhuga sem Ísland og íslenska karlalandsliðið hafa hlotið í Rússlandi í aðdraganda HM í knattspyrnu. Auk framlags Ævars Þórs var blásið til íslenskra tónleika og annarra menningartengdra viðburða.

Í Moskvu gaf Ævar rússnesku börnunum innsýn í hugarheim bóka sinna. „Ég hitti þarna heilan haug af rússneskum krökkum og las upp úr bókinni minni á íslensku til að leyfa þeim aðeins að heyra hvernig íslenskan hljómar. Svo tók rússneskur leikari við og las með miklum tilþrifum, ég skildi næstum því hvar hann var staddur í sögunni með því að horfa á hann,“ segir Ævar og hlær.

Sjá viðtal við Ævar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert