Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

Nýr fallturn rís brátt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, mánuði á …
Nýr fallturn rís brátt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, mánuði á eftir áætlun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.

„Því miður varð ófyrirsjáanleg töf á smíði turnsins og fer hann ekki af stað frá Ítalíu fyrr en í lok júní,“ segir Þorkell Heiðarsson, verkefnisstjóri hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Turninn mun líklega rísa í garðinum um miðjan júlí en ferlinu seinkaði vegna tafar á hlutum leiktækisins. „Það er auðvitað mjög miður en það er lítið hægt að gera. Hann er náttúrlega framleiddur á Ítalíu þannig að það þarf að koma honum til landsins og það tekur tíma,“ segir Þorkell í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert