Mikill viðbúnaður á flugvellinum

Flugvöllurinn á Akureyri.
Flugvöllurinn á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Seint í gærkvöldi barst neyðarskeyti frá flugvél skammt sunnan við Akureyrarflugvöll. Samkvæmt upplýsingum  lögreglunnar voru viðbragðsaðilar ræstir út samkvæmt viðkomandi viðbragðsáætlun.

En fljótlega kom í ljóst að neyðarskeytið kom frá neyðarsendi í flugvél í flugskýli á Akureyrarflugvelli og engin hætta á ferðum. „Viðeigandi aðilar voru kallaðir út til að kanna með ástæðu þess að neyðarsendirinn fór í gang,“ segir í færslu lögreglunnar um málið á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert