Mjög hrakin og köld

Kort af leiðum yfir Fimmvörðuháls.
Kort af leiðum yfir Fimmvörðuháls. Ljósmynd/ fimmvorduhals.is

Björgunarsveitarmenn voru að koma til göngufólksins sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi og er fólkið mjög kalt og hrakið. Fólkið er uppi á Morinsheiði og það örmagna að það treystir sér ekki til þess að ganga sjálft. Verið er að hlúa að fólkinu á meðan beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en óvíst er hvort hún getur lent á hálsinum vegna veðurs. Veður fer þó batnandi og er vonast til þess að hægt verði að koma fólkinu til byggða með þyrlunni. 

Gönguhópar úr björgunarsveitum á Suðurlandi eru á leiðinni úr Þórsmörk að tjaldi fólksins en Morinsheiði er nær Þórsmörk en Skógum. Leiðin er aftur á móti ekki auðveld yfirferðar þar sem fara þarf Heljarkambinn upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert