Notfærði sér bágar aðstæður stúlkunnar

mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti á föstudag eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir Ingvari Óskari Sveinssyni fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku, með því að hafa í 18 skipti á árinu 2015 haft samræði við hana á heimili sínu þegar hún var 16 til 17 ára. Hann notfærði sér yfirburðarstöðu sem hann hafði gagnvart stúlkunni m.a. sökum aldurs og fól aðferð hans því jafnframt í sér tælingu í skilningi 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga.

Í dóminum segir að Ingvar, sem var 38 ára þegar brotin áttu sér stað, hafi tekið stúlkuna undir sinn verndarvæng og afhent henni m.a. lykil að heimili sínu, þar sem hún hafi staðið höllum fæti í einkalífinu af ýmsum ástæðum. Fallist var á með héraðsdómi að Ingvar hafi notfært sér bágar aðstæður stúlkunnar og yfirburðastöðu sína gagnvart henni sökum aldurs og reynslu til að hafa við hana samræði.

Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagðist stúlkan í fyrstu hafa verið sátt við kyn­lífið en síðan upp­lifað að það væri rangt. Sam­kvæmt framb­urði Ingvars gerði hann sér grein fyr­ir því að hin kyn­ferðis­legu sam­skipti væru ekki full­kom­lega eðli­leg. 

Auk fangelsisrefsingar var Ingvar dæmd­ur til að greiða stúlk­unni 1,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert