Vélinni líkast til flogið of hægt í beygjunni

Vélin hvílir í sjónum.
Vélin hvílir í sjónum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Loka­skýrsla rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa um flug­slysið vestur af Tungubökkum í Mosfellsbæ 11. maí 2015 hefur nú verið gefin út.

Vélin, sem er smáflugvél af gerðinni TF-REX, fór í spuna eftir flugtak og hafnaði í sjónum. Meiðsli flugmannsins, sem var 24 ára gamall þegar atvikið átti sér stað og að ljúka atvinnuflugmannsprófi, voru töluverð og vélin eyðilagðist. Sjórinn er einkar grunnur á þessum slóðum og gat flugmaðurinn því brotið sér leið út úr flakinu og gengið í land.

Samkvæmt skýrslunni telur RNSA líklegt að flugvélinni hafi verið flogið of hægt í beygju með lofthemil á, með þeim afleiðingum að flugvélin ofreis og spann til jarðar. Þá sýndu fylgigögn með tegundaráritun vélarinnar að misræmi var í því sem flugmaðurinn taldi um ofrishraða og hámarksþyngd vélarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert