Tilkynnt um flík í sjónum

Slökkviliðið er að störfum í Bryggjuhverfi, eftir að tilkynnt var …
Slökkviliðið er að störfum í Bryggjuhverfi, eftir að tilkynnt var um fljótandi flík í sjónum. mbl.is/Ófeigur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, eftir að tilkynning barst um að þar væri flík í sjónum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist vera sem um blautgalla sé að ræða. Slökkviliðið sendi bát á svæðið og er að skoða málið betur. Ekki hefur sést til manneskju í sjónum.

Uppfært klukkan 18:45: Aðgerðum slökkviliðs í Bryggjuhverfinu er lokið. Flíkin, flotgalli, var fjarlægð úr sjónum. Ekki þótti ástæða til að ætla að manneskja hefði farið í sjóinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert