Búist er við allt að 5.000 gestum

Pallar reistir í þinghelginni fyrir fundinn í vikunni.
Pallar reistir í þinghelginni fyrir fundinn í vikunni. mbl/Arnþór Birkisson

„Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Þar verður borin upp til samþykktar þingsályktunartillaga um tvö verkefni, það er stofnun Barnamenningarsjóðs Íslands og að smíða skuli nýtt hafrannsóknarskip. Sjónvarpað verður frá þingfundinum en búist er við að 3.000-5.000 manns mæti á staðinn af þessu tilefni. Er það ámóta fjöldi og heimsækir Þingvelli á venjulegum sumardegi.

Einföld dagskrá

„Við höfum aldrei verið með inni í myndinni að hingað komi tugir þúsunda gesta eins og var á fyrri hátíðum hér. Dagskráin núna verður raunar mjög einföld, það er fundur Alþingis sem tekur ekki langan tíma og engin viðbótardagskrá eins og var til dæmis á Lýðveldisafmælinu árið 1994 og Kristnihátíðinni 2000. Þá er hátíðin nú í miðri viku um hásumar og margir annaðhvort í fríi eða þá við vinnu og eiga ekki heimangengt. Um 5.000 manns er viðmiðunartala hjá okkur í öllum undirbúningi en við ráðum alveg við að taka á móti fleiri. Annars er aldrei hægt að segja fyrir fram hve margir mæta, við bara sjáum hvað verður á miðvikudaginn. Veðurspáin er að minnsta kosti ljómandi góð,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert