738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

738 hafa leitað til spítala og heilsugæslna á landinu síðustu …
738 hafa leitað til spítala og heilsugæslna á landinu síðustu 5 ár vegna áverka eftir hund. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar.

Flest málin komu á borð heilbrigðisstofnana á höfuðborgarsvæðinu, en samtals var um að ræða 192 atvik hjá heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins og 71 hjá Landspítalanum. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja komu upp 144 mál og 121 mál kom upp hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á tímabilinu. Ekki fengust tölur frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og gæti heildartalan því verið nokkuð hærri.

Fram kemur í svari ráðherra að flestir sem leiti sér aðstoðar vegna áverka eftir hund á Landspítalanum flokkist í tvö lægstu alvarleikaskorin af sjö, þ.e. „enginn“ og „lítill“.

Á tímabilinu voru sjö sem fengu áverkaflokkinn „meðalalvarleiki“ en dæmi um áverka í þeim flokki eru tognun, ristarbrot og handleggsbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert