Fangarnir skelltu sér í sjósund

Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær til að …
Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær til að skella sér í sjósund. Ljósmynd/Facebook

Veðrið hefur ekki leikið við fanga frekar en aðra þjóðfélagsþegna á Suður-og Vesturlandi það sem af er sumri og líkt og aðrir íbúar í þessum landshlutum nutu þeir því veðurblíðunnar í gær. Á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar segir að fangar á Kvíabryggju hafi nýtt sér góða veðrið í gær til að skella sér í sjósund.

„Flestir hella sér í vinnu þegar góða veðrið lætur standa á sér en það er því miður ekki alltaf hægt í fangelsum. Þar skortir stundum vinnu,“ segir í færslunni og eru þeir sem vantar góða starfskrafta fyrir átaksverkefni hvattir til að hafa samband við það fangelsi sem næst er starfseminni. „Við getum unnið mörg verk, einföld og flókin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert