Malbikun í Ártúnsbrekku

Malbikunarframkvæmdir standa yfir í Ártúnsbrekku.
Malbikunarframkvæmdir standa yfir í Ártúnsbrekku. mbl.is/Eggert

Stefnt er að því í dag að malbika innstu akrein í Ártúnsbrekku, frá Höfðabakkabrú og niður að mislægum gatnamótum við Réttarholtsveg/Skeiðarvog. Þrengt verður í eina akrein, en áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 9 til 19.

Í nótt voru tvær akreinar í vesturátt malbikaðar en vegna ótíðarinnar hefur það ekki reynst mögulegt fyrr.

Á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags, 17.-18. júlí, er stefnt að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 19:00 til kl. 07:00.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert