Bein útsending frá hátíðarfundi Alþingis

Hundrað ára fullveldi Íslands verður fagnað á Þingvöllum í dag.
Hundrað ára fullveldi Íslands verður fagnað á Þingvöllum í dag. mbl.is/Hari

Sérstakur hátíðarfundur Alþingis fer fram á Þingvöllum í dag, en þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að samn­inga­nefnd­ir Íslands og Dan­merk­ur und­ir­rituðu samn­ing­inn um sam­bands­lög­in sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918, en í hon­um var kveðið á um að Dan­mörk og Ísland væru frjáls og full­valda ríki í sam­bandi um einn og sama kon­ung.

Á fundinum í dag er eitt mál á dagskrá; til­laga formanna stjórn­mála­flokk­anna um verk­efni í þágu barna og ung­menna og um rann­sókn­ir er stuðli að sjálf­bærni auðlinda hafs­ins og nýtt haf­rann­sókna­skip.

Bú­ist er við nokkr­um þúsund­um gesta, en op­inn aðgang­ur er á fund­inn, sem hefst klukk­an 14. Þó eru ekki gerðar vænt­ing­ar til fjöl­menn­is á borð við það sem sótti kristni­töku­hátíðina heim, seg­ir þjóðgarðsvörður. Þá hafa ferðamenn á Þing­völl­um sýnt und­ir­bún­ingi og efni fund­ar­ins tölu­verðan áhuga.

Útsendinguna má sjá hér að neðan, en hún hófst kl 12:45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert