Rörbúturinn reyndist sprengja

Leifur Guðjónsson við holuna þar sem sprengjunni var eytt.
Leifur Guðjónsson við holuna þar sem sprengjunni var eytt. mbl.is/Valli

„Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum.

„Svo er ég að moka úr hrúgunni, búinn að taka tvær til þrjár skóflur, þá sé ég eins og rörbút eða eitthvað í hrúgunni. Ég tek hana upp með höndunum og þá er þetta þessi fína sprengja,“ lýsir Leifur og bætir við að ártalið 1940 hafi verið áletrað á sprengjuna.

Sprengjan er heljarinnar flikki.
Sprengjan er heljarinnar flikki. Ljósmynd/Kristján Tómasson

Leifur varð eðlilega mjög hræddur og lagði sprengjuna varlega frá sér. Því næst kallaði hann á vinnufélaga sína og þeir hringdu á Neyðarlínuna í sameiningu.

Mölin sem sprengjan fannst í kom frá Björgun. Henni hefur verið dælt upp í skip og einhvern veginn endað í Mosfellsbæ án þess að springa.

„Það er ótrúlegt að það sé búið að dæla henni upp, þvo hana, moka og fleira án þess að hún hafi sprungið,“ segir Leifur að lokum þakklátur fyrir að ekki fór verr.

Sprengjugígurinn.
Sprengjugígurinn. mbl.is/Valli
Aðstæður á vettvangi.
Aðstæður á vettvangi. mbl.is/Valli
Leifur var feginn að ekki fór verr.
Leifur var feginn að ekki fór verr. mbl.is/Valli
Sprengjusérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra mættu á vettvang.
Sprengjusérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra mættu á vettvang. mbl.is/Valli
Sprengjusérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands sáu um aðgerðir.
Sprengjusérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands sáu um aðgerðir. mbl.is/Valli
Allir gátu andað léttar eftir á.
Allir gátu andað léttar eftir á. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert