Hefði vel getað sprungið

Stórt svæði var rýmt í gær vegna hættu sem stafaði …
Stórt svæði var rýmt í gær vegna hættu sem stafaði af fallbyssukúlunni. mbl.is/Valli

Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði.

Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur á séraðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að afar sjaldgæft sé að sprengjur sem þessar finnist í byggð og að gæta hafi þurft ýtrustu varkárni við meðhöndlun hennar og eyðingu. Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék stórt hlutverk á vettvangi, en kveikibúnaður sprengjunnar var að sögn Gæslunnar mjög illa farinn.

Ekki er vitað hvar sprengjan kom upp í sanddæluskipið og er rannsókn málsins ekki lokið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert