Kveikt í gervigrasi á ÍR-vellinum

Búið var að slökkva eldinn í gervigrasrúllunni er slökkvilið kom …
Búið var að slökkva eldinn í gervigrasrúllunni er slökkvilið kom á vettvang. mbl.is/Eggert

Kveikt var í gervigrasrúllum á umráðasvæði ÍR í Breiðholti í kvöld. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. Líklega var um íkveikju að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lítur út fyrir að eldurinn hafi verið minniháttar, en það hefði getað farið verr, þar sem plastgrasið getur brunnið nokkuð glatt ef eldur nær sér af stað og nokkrum rúllum er staflað hlið við við í grennd við fótboltavöllinn.

Gervigrasvöllur ÍR í Breiðholti. Mynd úr safni.
Gervigrasvöllur ÍR í Breiðholti. Mynd úr safni. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert