„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

Veðrið á hádegi í dag, mánudag.
Veðrið á hádegi í dag, mánudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hann segir að þó geti myndast glufur í skýjahulunni og að sólin geti þá brotist fram og þar sem dragið grynnist smám saman aukist líkurnar á því á morgun og hinn.

„Við erum í fremur svölu lofti og því mun hitinn eiga erfitt með að komast yfir 15 stig,“ skrifar veðurfræðingurinn. Í dag er spáð 8 til 14 stiga hita. Hlýjast verður suðvestan til.

Veðurvefur mbl.is.

„Lægðardragið verður úr sögunni á fimmtudag en þá taka við mildari austlægar áttir. Hins vegar er útlit fyrir lægðarbylgju með talsverðri rigningu seint á fimmtudagskvöldi,“ skrifar veðurfræðingurinn að lokum.

Veðurhorfur næstu daga eru þessar:

Á þriðjudag:
Norðaustan 3-8 m/s norðvestanlands, en annars hægari breytileg átt. Dálítil rigning eða skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að kalla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands. 

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 3-8 og rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig, svalast við norðurströndina. 

Á fimmtudag:
Austan 3-10 m/s, hvassast syðst. Skýjað og dálítil væta suðaustanlands, en skýjað með köflum vestan og norðan til. Vaxandi norðaustanátt með talsverðri rigningu suðaustan til um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast vestan- og norðanlands. 

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og rigning, en léttir til norðautanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustan til. 

Á laugardag:
Austlæg átt og dálítil rigning suðaustanlands, en léttir víða til vestan- og norðanlands. Hiti 8 til 18 stig, svalast suðaustan til. 

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt með rigningu suðaustan til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestan til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert