Útlitið jákvætt eftir fundina

Ljósmæður hafa fallist á að aflýsa yfirvinnubanni samhliða framlagningu miðlunartillögu …
Ljósmæður hafa fallist á að aflýsa yfirvinnubanni samhliða framlagningu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. mbl.is/Valli

Samninganefnd ljósmæðra samþykkti á laugardagskvöld miðlunartillögu ríkissáttasemjara og var yfirvinnuverkfalli ljósmæðra í kjölfarið aflýst. Stjórn Landspítalans lýsti því yfir að hún myndi endurskoða og endurmeta starfslýsingar og ábyrgð ljósmæðra og taka inn í þá vinnu jafnlaunavottun sem átti eftir að meta til tekna. Þetta útspil Landspítalans gerði útslagið, segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.

Eins og víða hafði komið fram var fyrirhugað að tólf vikna ómskoðunum yrði hætt frá og með deginum í dag en þær eru aftur komnar á dagskrá.

Gerðardómur og endurmat

Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag.

Katrín Sif segist vera sátt við niðurstöðu mála en hefði viljað gera betur. „Auðvitað vill maður alltaf gera betur en ég held að félagsmenn átti sig á því að þetta var kannski eins langt og komist verður í þessari lotu,“ segir Katrín. Samningurinn er í grunnatriðum sá sami og ljósmæður felldu í byrjun júní, sem kveður á um 6,9% miðlæga hækkun. Þá verða helstu kröfur ljósmæðra, þ.e. hvort launasetning sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfsins, lagðar fyrir sérstakan gerðardóm, sem ríkissáttasemjari skipar. Þar að auki hefur stjórn Landspítalans lýst því yfir að hún muni endurskoða starfslýsingar og ábyrgð ljósmæðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert