Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

mbl.is/Styrmir Kári

Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Áætlað er að vinnan standi yfir án hléa frá kl. 09:00 í dag og til kl. 20:00 annað kvöld, þriðjudaginn 24. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og er áætlað að vinnan standi út júlí. Umferð er stýrt með ljósum, segir enn fremur í tilkynningu.

Í dag verður malbikað á Háaleitisbraut, Traðarlandi og Einarsnesi í Reykjavík.

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert