„Lítill lundi með stórt hjarta“

Tóti í fótboltatreyju sem hann fékk þegar Ísland keppti á …
Tóti í fótboltatreyju sem hann fékk þegar Ísland keppti á Evrópumeistaramótinu.

Hinn víðfrægi Tóti lundi hefur kvatt þennan heim fyrir fullt og allt. Tóti bjó á Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, frá því að hann var pysja, en hann var sjö ára þegar hann féll frá.

Tóti átti aðdáendur um allan heim og eru þess augljós merki á ferðasíðunni Trip Advisor. Þar dásamar ferðafólk hann og gjarnan er hann sagður hápunktur heimsóknarinnar á safnið.

Í Morgunblaðinu í dag segir að í færslu á Fésbókarsíðu Sæheima sé mikilli sorg lýst yfir vegna fráfalls Tóta. „Hans verður sárt saknað bæði af starfsfólkinu og lundavinum hans á safninu. Tóti var hvers manns hugljúfi og átti aðdáendur um allan heim sem munu sömuleiðis sakna þessa ljúfa lunda. Tóti var lítill lundi, með stórt hjarta sem gladdi marga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert