Ákærður fyrir hnífstunguárás í Kjarnaskógi

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur gefið út tvær ákærur á hendur sama manni fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum.

Brotaþoli missti mikið blóð og var í lífshættu. Unnusta hans bjó strax um sárið og er það talið hafa orðið honum til bjargar. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í tveggja tíma aðgerð. Brotaþoli krefst þess að ákærði greiði sér skaða- og miskabætur að fjárhæð kr. 3.925.200. 

Saksóknari fer fram á að ákærði verður dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur gefið út tvær ákærur á hendur sama manni fyrir vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot.

Maðurinn er ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa verið með um hálft gramm af amfetamíni í vörslum sínum í október á síðasta ári. Þá er hann ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa verið með hníf af gerðinni Karambit Tactical á sér á almannafæri í febrúar á þessu ári.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra gerir þær kröfur að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gerð krafa að um að fíkniefnin og hnífurinn verði gerð upptæk.

Hnífur af gerðinni Karambit Tactical.
Hnífur af gerðinni Karambit Tactical.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert