Færri Íslendingar ferðast innanlands

Fleiri virðast ferðast utanlands en í fyrra og að sama …
Fleiri virðast ferðast utanlands en í fyrra og að sama skapi fækkar þeim sem ferðast innanlands. mbl.is/Árni Sæberg

Stuðningsfólk Miðflokksins virðist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu eða um 60%. Þá er stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegra en aðrir hópar til að ferðast eingöngu innanlands í sumar eða um 48%. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu.

Alls tóku 946 einstaklingar þátt í könnuninni sem fór fram á tímabilinu 26. júní til 3. júlí.

Rúm 42% kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í fríinu sem er um 3 prósenta aukning frá sömu könnun MMR frá því í fyrra. Á sama tíma fækkaði þeim sem kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands um 3%.

Þá virðist sem ungt fólk á aldrinum 18-29 sé ferðaglaðara en aðrir aldurshópar og þátttakendur 68 ára og eldri líklegri en aðrir aldurshópar til þess að halda sig heima fyrir.

Íbúar á höfuðborgasvæðinu virtust svo líklegri til að ferðast utanlands og íbúar á landsbyggðinni innanlands.

Alls hugðu 91% þátttakenda á ferðalög í sumar sem er sama hlutfall og í fyrra. Þá kváðust rúm 9% ekki ætla í nein ferðalög í sumarfríinu.

Nánar má lesa um niðurstöðu könnunarinnar hér. 

Ljósmynd/MMR



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert