Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

Sveini Runólfssyni stendur ógn af mikilli útbreiðslu lúpínu í íslenskri …
Sveini Runólfssyni stendur ógn af mikilli útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru, sérstaklega þar sem hún fer inn í náttúruperlur landsins. Hann segir mikilvægt að hefta útbreiðslu hennar, þar sem hún eigi ekki heima. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag telur Sveinn að lúpínan hafi nú lokið hlutverki sínu í landgræðslustarfinu, engin stór sandsvæði séu eftir sem henti að nota hana á. Þá sé ógnvænlegt að sjá útbreiðslu lúpínunnar inn á svæði sem hún átti alls ekki að fara á.

Ákvörðun Landgræðslu ríkisins um að hætta að nota Alaskalúpínu við landgræðslu vekur heitar tilfinningar og umræður, eins og ávallt þegar þessa umdeildu plöntu ber á góma. Sveinn Runólfsson sem var landgræðslustjóri í 44 ár og ber því sína ábyrgð á notkun lúpínunnar segist algerlega sammála ákvörðun eftirmanns síns hjá Landgræðslunni. Ekki sé sama þörf og áður á að græða upp sanda í byggð.

Sveinn rifjar upp í Morgunblaðinu að Landgræðslan hafi einbeitt sér að því að nota lúpínu á stórum sandsvæðum, aðallega á láglendi. Nefnir hann nokkur dæmi um það, ekki síst Mýrdalssand og Hólasand.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert