Smáralind rýmd vegna vatnsleka

Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd um hádegisbil vegna vatnsleka. Þetta staðfestir Sveinn Stefánsson, umsjónarmaður Smáralindar.

Vatnsrör sem tengist brunakerfi Smáralindar fór í sundur um klukkan 11:15 á athafnasvæði verslana, sem er í kjallara í suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Starfsmaður var að tæma ruslagám en rak krók á vinnubíl í lögnina. Vatn lak inn í kjallarann en í samtali við mbl.is segir verslunarstjóri í Smáralind að mikið vatn hafi safnast saman í kjallaranum áður en pípari kom á vettvang og skrúfaði fyrir. „Þetta var orðin góð á.“

Sjálfvirkt brunakerfi Smáralindar fór í gang og var verslunarmiðstöðin rýmd. Sveinn segir þó að stuttu síðar, þegar ljóst var að ekki var hætta á ferð, hafi hún verið opnuð á ný. „Þetta tók kannski kortér,“ segir hann. „En það er gott að brunakerfið virkar.“

Rýmingin stóð yfir í um fimmtán mínútur.
Rýmingin stóð yfir í um fimmtán mínútur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert