Útilíkamsrækt í hreystigörðum

Garðabær er að taka í notkun tvo nýja hreystigarða. Aðstaðan …
Garðabær er að taka í notkun tvo nýja hreystigarða. Aðstaðan í þeim er góð og ekki skemmir fallegt útsýni við Arnarneslækinn fyrir. mbl/Arnþór Birkisson

Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum.

Dönsk viðhaldslítil líkamsræktartæki með skandinavískt útlit prýða tíu hreyfi- og hreystigarða á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Tækin eru til ókeypis afnota fyrir almenning. Þau þurfa ekki rafmagn heldur eru knúin áfram af líkamshreyfingum notenda. Þetta segir Björgvin Jónasson, umboðsmaður dönsku þrek- og líkamsræktartækjanna frá Nowell.

Björgvin segir fjóra garða í Reykjanesbæ og sá fyrsti hafi verið tekinn þar í notkun árið 2012. Tveir garðar séu í Kópavogi, annar í Fossvogi og hinn á Vatnsenda. Einn garður við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, einn í Bríetartúni í Reykjavík og verið er að setja upp tvo garða í Garðabæ.

Sjá samtal við Björgvin í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert