Laugar ætla að stækka við Lágafell

Aðstaða World Class í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli í Mosfellsbæ mun batna …
Aðstaða World Class í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli í Mosfellsbæ mun batna til muna með stækkuninni.

Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að byggja 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell (Lækjarhlíð 1A). Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að samningurinn við Laugar feli í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína.

„Þeir óskuðu eftir því að fá að stækka þá aðstöðu sem þeir leigja af okkur og Laugar munu byggja þá viðbót sem við höfum samið um og standa straum af öllum kostnaði við framkvæmdirnar,“ sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag segir Björn Leifsson, aðaleigandi Lauga ehf. sem eiga og reka World Class-líkamsræktarstöðvarnar, að teikningar að viðbyggingunni séu nú til skoðunar og umfjöllunar hjá byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert