Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

Helmingi fleiri útköll voru í nótt en eru vanalega.
Helmingi fleiri útköll voru í nótt en eru vanalega. mbl.is/Eggert

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. 

Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða.

„Þetta reyndist ekki vera neitt að ráði. Það var hitablásari sem myndaði einhvern hita og þá fór brunavarnakerfið í gang,“ segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Alls voru 64 útköll í gærkvöldi og í nótt sem þykir gríðarmikið.

„64 útköll eru mjög, mjög mikið. Það eru kannski svona 30 venjulega. Þetta var helmingi meira en vanalega,“ segir varðstjóri slökkviliðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert