Sleppt að loknum yfirheyrslum

Sá sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu.
Sá sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu. mbl/Arnþór Birkisson

Meintum hnífstungumanni var sleppt að loknum yfirheyrslum í dag. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa stungið annan mann ítrekað í neðri hluta líkamans á fimmta tímanum í nótt.

Lögregla vildi ekki gefa upp hvort maðurinn hafi játað verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu en að sögn Karls taldi lögregla ekki forsendur fyrir því að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

„Rannsókn er enn í gangi og málinu er ekki lokið,“ segir Karl en bætir við að lögregla sé þó búin að ná vel utan um málið. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala. Hann er ekki í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert