Ekkert kynslóðabil í sveitinni

Hljómsveitin Key to the Highway að tónleikum loknum í Brún …
Hljómsveitin Key to the Highway að tónleikum loknum í Brún fyrir ári. F.v.: Ólafur Garðarsson, Heiðmar Eyjólfsson, Finnur Torfi Stefánsson leynigestur, Reynir Hauksson, Ásmundur Sigurðsson, Jakob Grétar Sigurðsson, Pétur Hjaltested og Gunnar Ringsted.

Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi.

Eric Clapton félag Borgarfjarðar varð til þegar enski tónlistarmaðurinn, sem félagið heitir eftir, varð fimmtugur 1995. Haukur Júlíusson, helsti talsmaður félagsins, segir að þá hafi hjónin Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Reynisdóttir á Hæl í Flókadal boðið nokkrum yfirlýstum Clapton-aðdáendum í afmæliskaffi, spjall og myndbandsskoðun.

„Síðan hefur þessi siður haldist nánast öll árin,“ segir Haukur. „Hópurinn hittist einu sinni á ári og spjallar saman en fyrir um þremur árum, þegar tónameistarinn varð sjötugur, var ákveðið að slá saman í hljómsveit og rifja upp gamla takta. Upp úr þeirri ákvörðun spratt hljómsveitin Key to the Highway“.“

Sjá samtal við Hauk í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert