Góða veðrið kvatt

Þetta gæti orðið algeng sjón í vikunni.
Þetta gæti orðið algeng sjón í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík.

Svipað er uppi á teningnum um allt land en enginn landshluti sleppur við vætu og hitatölurnar verða oft röngu megin við tíu. Loftið yfir landinu verður óstöðugt á morgun en vegna þess má búast við skúrum og geta sums staðar orðið góðar dembur síðdegis.

Veður lék við gesti Menningarnætur um helgina.
Veður lék við gesti Menningarnætur um helgina. mbl.is/Hari

Næstu daga er gert ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og víða skúrum en sums staðar þokusúld við ströndina um landið norðanvert. Hiti verður 8 til 15 stig að deginum, hlýjast syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert