Innan við helmingur staðfestur

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Alls voru 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar, um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi, staðfestar af kærunefnd útlendingamála í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, í Fréttablaðinu um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt.

Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa hlotið og afplánað dóma hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert