Skóflustunga í september

Nýr miðbær mun rísa á Selfossi
Nýr miðbær mun rísa á Selfossi

Fyrsta skóflustunga að nýjum miðbæ á Selfossi verður tekin í lok september. Kosið var um miðbæinn í íbúakosningu í Árborg á laugardag og voru 58,5% hlynntir nýju aðalskipulagi vegna miðbæjarins og 39,1% andvígt.

„Það vilja allir íbúar nýjan miðbæ, en við verðum aldrei sammála um það nákvæmlega hvernig hann á að vera. Þetta er skýr niðurstaða og ég á von á því að þetta hristi samfélagið saman og að við fáum nú miðbæinn sem allir hafa beðið eftir,“ segir Leó Árnason framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem stendur að byggingu miðbæjarins.

Áformað er að fyrri áfangi verði tilbúinn um páska árið 2020, en seint á næsta ári hefst bygging síðari áfanga. Ráðgert er að miðbærinn verði tilbúinn árið 2021. Stærsta einstaka byggingin í fyrri áfanga er endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem mun hýsa mathöll og skyrsetur Mjólkursamsölunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert