Viðbúnaður vegna hótunar pilts

mbl.is/Arnþór

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir.

Viðbúnaður lögreglu var talsverður. Böndin bárust að pilti sem lögreglan hafði uppi á.

Honum var í framhaldinu komið til forsvarsmanna og barnaverndaryfirvalda en pilturinn er undir lögaldri, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vínlandsleið.

Uppfært kl. 19.10

Tilkynning frá lögreglunni:

„Um miðjan dag í dag barst Neyðarlínu símtal frá manni sem sagðist vera með skotvopn og Tazer og ætlaði að skaða fólk. Fram kom í símtalinu að hann væri við skóla. Lögregla brást strax við og voru lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á vettvang. Við nánari athugun kom í ljós að tilkynnandi var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Lögregla náði fljótlega að staðsetja piltinn og var hann færður á lögreglustöð og í framhaldi komið í hendur barnaverndaryfirvalda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert