Áhuginn kviknaði alveg óvart

„Ég hefði gaman af því að kynna yngri kynslóðinni þessi …
„Ég hefði gaman af því að kynna yngri kynslóðinni þessi fræði, því með aukinni þekkingu getum við lagt heilsuna meira í eigin hendur,“ segir Ingeborg Andersen

Ingeborg Andersen er 21 árs gömul og stundar nám í vestrænum grasalækningum við University of Westminster í London.

„Þegar ég var yngri langaði mig að verða læknir eins og pabbi minn, en það var eitthvað þar sem ég tengdi ekki alveg við. Áhuginn á grasalækningum kviknaði alveg óvart og vatt hratt upp á sig á síðustu önninni minni í menntaskóla. Ég rakst á bók um íslenskar lækningajurtir heima hjá mér og varð strax hugfangin af þessum fræðum. Mér fannst svo undarlegt að þessi áhugaverði heimur skyldi ekki hafa verið kynntur mér fyrr og skildi ekki hvers vegna þetta var ekki vinsælla.“

Ingeborg hafði verið að kljást við króníska sýkingu í um hálft ár og var orðin ónæm fyrir öllum sýklalyfjum sem hún prófaði. „Ég fór til grasalæknis og fann um leið að ég ætti heima í þessu fagi. Eftir að hafa kynnt mér þessi fræði ágætlega ákvað ég að ég yrði að læra þetta. Ég þurfti lítið að hugsa mig um og hef ekki litið til baka síðan.“

Sjá viðtal við Ingeborg í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert