Kannast ekki við fölsun lögheimilis

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Við höfum ekki vitneskju um það og höfum heldur ekki fengið ábendingar um slíkt,“ segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, um það hvort fölsun lögheimilis geti hugsanlega verið ástæða þess að margar umsóknir um leikskólapláss bárust sveitarfélaginu á síðustu stundu.

<span>Á mbl.is í gær var greint frá því að 27 börn fengju ekki </span>

pláss í aðlög­un á þeim tíma sem þeim var lofað í apríl síðastliðnum. Þar velti móðir eins barnanna því fyrir sér hvort fólk væri hugsanlega að falsa lögheimili sín til þess að komast inn í leikskóla hjá sveitarfélaginu.

Umsóknir um leikskólapláss voru óvenjumargar þetta árið og 20 þeirra bárust skömmu fyrir umsóknarfrest. „Það getur vel verið að þarna hafi verið eitthvað í pípunum sem kom ekki fram fyrr en þá. Þetta getur alveg haft fleiri skýringar en þær að fólk hafi verið að flytja akkúrat í þessum mánuði,“ segir Baldur

Hann bendir á að íbúasamsetning á Seltjarnarnesi sé að breytast og það fólk sem sé með lögheimili í sveitarfélaginu eigi rétt á að sækja um leikskólapláss. 

„Það er fleira yngra fólk að flytja út á Nes og þetta eru bara afleiðingar þess. Við höfum einfaldlega treyst því sem stendur í þjóðskrá hverju sinni. Þegar við veitum þjónustu þá athugum við ávallt að lögheimili séu skráð í þjóðskrá og veitum okkar íbúum þjónustu enda um útsvarsgreiðendur sveitarfélagsins að ræða sem eiga að fá þá þjónustu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert