Koma ekki út af hvalveiðunum

Hvalskurður í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Hvalskurður í hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Clive Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, segir marga Breta hafa haft orð á því undanfarið að þeir muni ekki ferðast til Íslands meðan Íslendingar veiða hvali.

Ferðaskrifstofan hefur skipulagt ferðir til Íslands í 35 ár og flutti í fyrra um 14 þúsund manns til landsins.

„Fyrirtæki mitt hefur að undanförnu verið með sýningu á árlegri sýningu fuglaskoðara í Bretlandi. Við höfum tekið eftir því að umtalsverður hópur fólks hefur komið við á básnum okkar og haft á orði að þótt það myndi virkilega vilja heimsækja Ísland heim muni það ekki gera það fyrr en hvalveiðum verði hætt,“ segir Stacey í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert